26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:50 Grísk kona slekkur í glóðum. Vísir/AP Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018 Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018
Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21