Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2018 14:16 Mislingasmit hafa verið staðfest í vélum Icelandair og WOW Air í ár. Vísir/GVA Sóttvarnalæknir segir engan hafa leitað til læknis hér á landi eftir að hafa verið í flugvélum Icelandair og WOW air þar sem einstaklingar með mislinga voru á meðal farþega.Embætti landlæknis greindi frá því fyrr í dag að staðfesting hefði fengist á því að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn frá London Stansted flugvelli til Keflavíkurflugvallar, flug WW827 og frá Keflavík til Detroit sama dag, flug WW121.Í júní síðastliðnum fékk sóttvarnalæknir staðfestingu á því frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hefði verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn.Bandaríkjamaður sem veikist Haraldur Briem, sem er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í sumarleyfi, segir í samtali við Vísi að langflestir af farþegunum sem voru í vélum WOW air hafi verið erlendir.Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir.Vísir/Getty„Þetta var ábyggilega Ameríkani sem veiktist þegar hann kom til Detroit,“ segir Haraldur. Hann segir að búið sé að senda öllum þeim Íslendingum sem voru í vélinni tilkynningu um málið, þar á meðal farþegum og starfsfólki. „Við vonum að sem flestir séu bólusettir og sleppi við þetta en við bara leggjum áherslu á að fólk sé vakandi fyrir þessu og ef fólk finnur fyrir einkennum að leita til læknis,“ segir Haraldur. Hann segir engan hafa greinst með mislinga á Íslandi eftir að hafa verið í vélum Icelandair í maí síðastliðnum. Þá hefur enginn leitað til læknis hér á landi með einkenni eftir að hafa verið í vélum Icelandair, en rétt er að taka fram að einkenni mislinga koma yfirleitt fram 10 til 14 dögum eftir smit en að hámarki geta liðið þrjár vikur.Áhyggjuefni að tilvikum fari fjölgandi Þrjú tilvik hafa komið upp á síðustu tveimur árum þar sem mislingasmit er staðfest um borð í vélum íslenskra flugfélaga. Haraldur segir þessum tilvikum hafa farið fjölgandi á síðustu árum og það sé áhyggjuefni. „Þetta er ekki gott því mislingar eru að stinga sér niður hér og þar og talsvert í Evrópu og vestanhafs. Þetta er merki um það að menn séu ekki að bólusetja nóg, það eru til þjóðflokkar sem forðast þetta, það er þeir sem eru á móti bólusetningum. Þeir skapa vissa hættu að svona geti komið upp.“Keflavíkurflugvöllur.vísir/ernirBetra að athuga hvort einstaklingar hafi verið bólusettir Haraldur segir að byrjað hafi verið að bólusetja kerfisbundið fyrir mislingum árið 1989. Spurður hvað þeir geti gert sem ekki vita hvort þeir séu bólusettir svarar Haraldur að þeir geti einfaldlega spurt foreldra sína að því hvort þeir hafi verið bólusettir í æsku. Þá sé einnig hægt að leita eftir upplýsingum á heilsugæslustöðvum en ef engar heimildir eru fyrir því þá er hægt að biðja um að vera bólusettur. „Það er betra að vera bólusettur tvisvar til þrisvar heldur en ekki,“ segir Haraldur.Getur verið lífshættulegÁ vef landlæknis kemur fram að einkenni mislinga geti verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oft með flensulíkum einkennum þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga. Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Staðfest mislingasmit í flugvélum WOW Air WOW air, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþegum nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar. 24. júlí 2018 13:21 Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir engan hafa leitað til læknis hér á landi eftir að hafa verið í flugvélum Icelandair og WOW air þar sem einstaklingar með mislinga voru á meðal farþega.Embætti landlæknis greindi frá því fyrr í dag að staðfesting hefði fengist á því að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn frá London Stansted flugvelli til Keflavíkurflugvallar, flug WW827 og frá Keflavík til Detroit sama dag, flug WW121.Í júní síðastliðnum fékk sóttvarnalæknir staðfestingu á því frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hefði verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn.Bandaríkjamaður sem veikist Haraldur Briem, sem er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í sumarleyfi, segir í samtali við Vísi að langflestir af farþegunum sem voru í vélum WOW air hafi verið erlendir.Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir.Vísir/Getty„Þetta var ábyggilega Ameríkani sem veiktist þegar hann kom til Detroit,“ segir Haraldur. Hann segir að búið sé að senda öllum þeim Íslendingum sem voru í vélinni tilkynningu um málið, þar á meðal farþegum og starfsfólki. „Við vonum að sem flestir séu bólusettir og sleppi við þetta en við bara leggjum áherslu á að fólk sé vakandi fyrir þessu og ef fólk finnur fyrir einkennum að leita til læknis,“ segir Haraldur. Hann segir engan hafa greinst með mislinga á Íslandi eftir að hafa verið í vélum Icelandair í maí síðastliðnum. Þá hefur enginn leitað til læknis hér á landi með einkenni eftir að hafa verið í vélum Icelandair, en rétt er að taka fram að einkenni mislinga koma yfirleitt fram 10 til 14 dögum eftir smit en að hámarki geta liðið þrjár vikur.Áhyggjuefni að tilvikum fari fjölgandi Þrjú tilvik hafa komið upp á síðustu tveimur árum þar sem mislingasmit er staðfest um borð í vélum íslenskra flugfélaga. Haraldur segir þessum tilvikum hafa farið fjölgandi á síðustu árum og það sé áhyggjuefni. „Þetta er ekki gott því mislingar eru að stinga sér niður hér og þar og talsvert í Evrópu og vestanhafs. Þetta er merki um það að menn séu ekki að bólusetja nóg, það eru til þjóðflokkar sem forðast þetta, það er þeir sem eru á móti bólusetningum. Þeir skapa vissa hættu að svona geti komið upp.“Keflavíkurflugvöllur.vísir/ernirBetra að athuga hvort einstaklingar hafi verið bólusettir Haraldur segir að byrjað hafi verið að bólusetja kerfisbundið fyrir mislingum árið 1989. Spurður hvað þeir geti gert sem ekki vita hvort þeir séu bólusettir svarar Haraldur að þeir geti einfaldlega spurt foreldra sína að því hvort þeir hafi verið bólusettir í æsku. Þá sé einnig hægt að leita eftir upplýsingum á heilsugæslustöðvum en ef engar heimildir eru fyrir því þá er hægt að biðja um að vera bólusettur. „Það er betra að vera bólusettur tvisvar til þrisvar heldur en ekki,“ segir Haraldur.Getur verið lífshættulegÁ vef landlæknis kemur fram að einkenni mislinga geti verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oft með flensulíkum einkennum þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga. Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Staðfest mislingasmit í flugvélum WOW Air WOW air, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþegum nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar. 24. júlí 2018 13:21 Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Staðfest mislingasmit í flugvélum WOW Air WOW air, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþegum nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar. 24. júlí 2018 13:21
Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00
Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52