Úrelt hugsun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 „Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun