Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama.
Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.

Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið.
Uppfært klukkan 13:08:
Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt.
A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg
— The Guardian (@guardian) July 24, 2018