Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Formaður Landssambands sauðfjárbænda hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur í úttekt KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00