Ráðherra segir að léleg vinnubrögð hafi orsakað stíflubrestinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:30 Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin. Vísir/epa Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24