Ráðherra segir að léleg vinnubrögð hafi orsakað stíflubrestinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:30 Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin. Vísir/epa Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24