Gígabæti af veðurfréttum Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Veður Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun