Fæst ekki svarað hvort flugdólgurinn fer á bannlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2018 13:00 Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi WOW Air Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30