Töluvert tjón hjá PCC á Bakka og tekur nokkrar vikur að laga Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 14:13 Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“ Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“
Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43