Markaðsdagur í Bolungarvík Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar