Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner á MET-galakvöldverðinum í maí síðastliðnum. Þarna voru varafyllingarnar enn á sínum stað. Vísir/Getty Athafnakonan Kylie Jenner hefur látið fjarlægja fyllingar úr vörum sínum. Ákvörðun Jenner hefur vakið mikla athygli þar eð þykkar varir hafa löngum verið órjúfanlegur hluti af vörumerki hennar.Skjáskot af athugasemd Jenner.Skjáskot/InstagramJenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. Þar svaraði hún notanda, sem sagði Jenner líkjast sjálfri sér á yngri árum á myndinni. „Ég losaði mig við allar fyllingarnar,“ skrifaði Jenner en hún lét fylla í varir sínar fyrir nokkrum árum, þar eð hún hafði alltaf verið óánægð með náttúrulegu varir sínar. Þær hefur Jenner ætíð sagt vera of þunnar og átti hún í miklum erfiðleikum með að viðurkenna að hún hefði látið fylla í þær á sínum tíma. Þá minntist Jenner á varir sínar í nýju myndbandi þar sem hún sat fyrir svörum í ásamt vinkonu sinni, Jordyn Woods. Í myndbandi sagðist Jenner hafa haft áhyggjur af því að frumburður hennar, Stormi, sem fæddist í febrúar síðastliðnum, myndi erfa þunnar varirnar. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar þar sem Stormi skarti þykkum vörum föður síns, rapparans Travis Scott.Eins og áður sagði hefur Jenner verið þekkt fyrir þykkar og fylltar varir. Hún kom til að mynda á fót snyrtivöruveldi í kringum varaliti, sem hún auglýsti jafnan með því að smyrja á þykkar varir sínar á Instagram. Varir Jenner voru einnig uppspretta svokallaðrar Kylie Jenner-áskorunar þar sem konur settu flöskur eða glös utan um varir sínar. Þannig varð þrýstingurinn til þess að varir þeirra bólgnuðu jafnan upp, með afar misjöfnum árangri. Tengdar fréttir Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00 Dýrt tíst frá Kylie Jenner Gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Snap hrundi í gær eftir að raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fór ófögrum orðum um nýjustu uppfærsluna á samfélagsmiðlinum Snapchat. 23. febrúar 2018 06:00 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Athafnakonan Kylie Jenner hefur látið fjarlægja fyllingar úr vörum sínum. Ákvörðun Jenner hefur vakið mikla athygli þar eð þykkar varir hafa löngum verið órjúfanlegur hluti af vörumerki hennar.Skjáskot af athugasemd Jenner.Skjáskot/InstagramJenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. Þar svaraði hún notanda, sem sagði Jenner líkjast sjálfri sér á yngri árum á myndinni. „Ég losaði mig við allar fyllingarnar,“ skrifaði Jenner en hún lét fylla í varir sínar fyrir nokkrum árum, þar eð hún hafði alltaf verið óánægð með náttúrulegu varir sínar. Þær hefur Jenner ætíð sagt vera of þunnar og átti hún í miklum erfiðleikum með að viðurkenna að hún hefði látið fylla í þær á sínum tíma. Þá minntist Jenner á varir sínar í nýju myndbandi þar sem hún sat fyrir svörum í ásamt vinkonu sinni, Jordyn Woods. Í myndbandi sagðist Jenner hafa haft áhyggjur af því að frumburður hennar, Stormi, sem fæddist í febrúar síðastliðnum, myndi erfa þunnar varirnar. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar þar sem Stormi skarti þykkum vörum föður síns, rapparans Travis Scott.Eins og áður sagði hefur Jenner verið þekkt fyrir þykkar og fylltar varir. Hún kom til að mynda á fót snyrtivöruveldi í kringum varaliti, sem hún auglýsti jafnan með því að smyrja á þykkar varir sínar á Instagram. Varir Jenner voru einnig uppspretta svokallaðrar Kylie Jenner-áskorunar þar sem konur settu flöskur eða glös utan um varir sínar. Þannig varð þrýstingurinn til þess að varir þeirra bólgnuðu jafnan upp, með afar misjöfnum árangri.
Tengdar fréttir Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00 Dýrt tíst frá Kylie Jenner Gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Snap hrundi í gær eftir að raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fór ófögrum orðum um nýjustu uppfærsluna á samfélagsmiðlinum Snapchat. 23. febrúar 2018 06:00 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00
Dýrt tíst frá Kylie Jenner Gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Snap hrundi í gær eftir að raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fór ófögrum orðum um nýjustu uppfærsluna á samfélagsmiðlinum Snapchat. 23. febrúar 2018 06:00
Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43