Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Bresk stjórnvöld undirbúa sig undir það að yfirgefa Evrópusambandið án þess að náðst hafi samningur milli deilenda. VÍSIR/AFP Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21