Greiðslubyrði fjölskyldna hér á landi hefur minnkað Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Hópur ungs fólks með neysluskuldir fer stækkandi. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur og vill skoða þann hóp gaumgæfilega. VÍSIR/DANÍEL Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00
Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58
Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00