Ótrúleg endurkoma þegar konungur grassins var sendur heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2018 16:47 Anderson fagnar sigri en Federer heldur heim fyrr en reiknað var með. Vísir/Getty Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro. Tennis Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira
Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro.
Tennis Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira