Byltingin er staðreynd Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun