Byltingin er staðreynd Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun