Skál fyrir drottningunni Sigtryggur Ari Jóhansson og Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Útsýnið af toppi fjallsins kemur mörgum á óvart, ekki síður ofan í gíg fjallsins en vítt og breitt yfir norðaustur-hálendið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira