Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2018 06:00 Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00