Segir skilyrðin ekki teljandi hindrun fyrir ferðaskrifstofur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Ráðherra telur skilyrðin ekki vera mikla hindrun. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00