Fjallgöngur yfirsetukvenna María Bjarnadóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 „Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins María Bjarnadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun