Skrefi nær annarri myndarlegri útborgun eftir sigrana frábæru Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 13:00 Stjarnan og FH eru sama og komin í aðra umferðina. vísir/bára FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30
Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45