Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2018 22:00 Séð upp með Stuðlagili. Neðri hluti stuðlabergsins sást ekki fyrr en Jökulsá var stífluð við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15