Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Það ætti að gefast tækifæri til að sóla sig í Hljómskálagarðinum, og á öðrum sambærilegum stöðum höfuðborgarsvæðinu, í næstu viku. Vísir/Sigtryggur Ari Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður. Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður.
Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira