Brexit-samtökin brutu kosningalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 07:18 VoteLeave-samtökin voru helstu stuðningsmenn Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/getty Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38