Ásdís: Fyrsta skipti í langan tíma sem ég vissi ekki hvort ég fengi gull, silfur eða brons Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira