Þekktur lýtalæknir í Brasilíu eftirlýstur vegna dauða konu sem lét stækka afturenda sinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 23:19 Dr. Bumbum lagði á flótta þegar honum var ljóst að konan var látin. Vísir/Getty Þekktur lýtalæknir í Brasilíu er sagður á flótta eftir að kona, sem hafði látið lækninn stækka sér afturendann, lést.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Lýtalæknirinn heitir Denis Furtado en hann hefur verið kallaður Dr. Bumbum. Lögreglan í Brasilíu segir Furtado hafa framkvæmt aðgerðina á konunni, Lilian Calixto, á heimili sínum í borginni Rio de Janeiro. Hún veiktist eftir aðgerðina og flutti Furtado hana á sjúkrahús. Þar hrakaði heilsu hennar hratt og hún lést nokkrum klukkutímum seinna. Furtado hvarf eftir að ljóst var að konan væri látin og gaf dómari í borginni út handtökuskipun á hendur honum. Læknirinn er afar þekktur í Brasilíu en hann kemur reglulega fram í sjónvarpi og er með tæplega 650 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Calixto var 46 ára gömul tveggja barna móðir sem starfaði í banka. Hún hafði ferðast frá heimili sínu í borginni Cuiaba til að láta Furtado stækka á sér afturendann. BBC segir að talið sé að notast hafi verið við akrýl-efni sem sé sprautað í afturendann til að stækka hann. Talsmenn Barra D´Or sjúkrahússins í Rio de Janeiro segja að endurlífgunartilraunir hafi engan árangur borið og Calixto hafi verið úrskurðuð látin síðastliðinn sunnudagsmorgun. Lögreglan í Rio segist hafa handtekið kærustu Furtado vegna gruns um að hafa aðstoðað við aðgerðina. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Þekktur lýtalæknir í Brasilíu er sagður á flótta eftir að kona, sem hafði látið lækninn stækka sér afturendann, lést.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Lýtalæknirinn heitir Denis Furtado en hann hefur verið kallaður Dr. Bumbum. Lögreglan í Brasilíu segir Furtado hafa framkvæmt aðgerðina á konunni, Lilian Calixto, á heimili sínum í borginni Rio de Janeiro. Hún veiktist eftir aðgerðina og flutti Furtado hana á sjúkrahús. Þar hrakaði heilsu hennar hratt og hún lést nokkrum klukkutímum seinna. Furtado hvarf eftir að ljóst var að konan væri látin og gaf dómari í borginni út handtökuskipun á hendur honum. Læknirinn er afar þekktur í Brasilíu en hann kemur reglulega fram í sjónvarpi og er með tæplega 650 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Calixto var 46 ára gömul tveggja barna móðir sem starfaði í banka. Hún hafði ferðast frá heimili sínu í borginni Cuiaba til að láta Furtado stækka á sér afturendann. BBC segir að talið sé að notast hafi verið við akrýl-efni sem sé sprautað í afturendann til að stækka hann. Talsmenn Barra D´Or sjúkrahússins í Rio de Janeiro segja að endurlífgunartilraunir hafi engan árangur borið og Calixto hafi verið úrskurðuð látin síðastliðinn sunnudagsmorgun. Lögreglan í Rio segist hafa handtekið kærustu Furtado vegna gruns um að hafa aðstoðað við aðgerðina.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira