Ísland ekki starfið fyrir Moyes á þessum tímapunkti Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 09:30 David Moyes stýrði síðast West Ham í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15