Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 12:13 Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. Vísir/antonbrink Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð. Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð.
Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00