Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 20:00 Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir. Samkeppnismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir.
Samkeppnismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira