Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2018 19:45 Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08