Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júlí 2018 15:18 Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. Fyrirspurnin er í fjórum liðum en spurningarnar snúa allar að því ferli ákvarðanatökunnar að fá Piu, forseta danska þjóðþingsins, til þess að ávarpa hátíðarsamkomuna. Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Þá leikur Jóni Þóri hugur á að vita hvenær Piu var formlega boðið. „Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað?“ spyr Jón Þór sem biður jafnframt um afrit af öllum samskiptum á milli Alþingis, forseta Alþingis og Skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem geti varpað ljósi á ferlið. Jón Þór vill þá fá að vita hvenær og með hvaða hætti fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis hefðu verið upplýstir um að til stæði að Pia héldi ræðu á hátíðarþingfundinum. Að endingu spyr Jón Þór: „Með hve miklum fyrirvara er venjan að alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í fréttatilkynningu að hann harmaði það hvernig heimsókn Piu hefði verið notuð til þess að varpa skugga á hátíðarhöldin.Vísir/ValliFyrirspurnina er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni: Fyrirspurn til forseta Alþingis um ávarp Pia Kjærsgaard á hátíðarþingfundi 18. júlí 2018. Frá Jóni Þór Ólafssyni.1. Hver ber ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis?2. Hvenær var forseta danska þingsins formlega boðið að vera með ávarp á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí? Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað? Óskað er afrits af öllum samskiptum milli Alþingis, forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem varpað geta ljósi á þá ákvörðun, undirbúning hennar og framkvæmd.3. Hvenær og með hvaða hætti voru fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis upplýstir um að annars vega stæði til að bjóða Pia Kjærsgaard sem forseta danska þingsins á hátíðarfundinn og hins vegar þegar henni hafði verið boðið? Leit forseti Alþingis svo á að birting tilkynningar á vef Alþingis 20. apríl síðastliðin fullnægði upplýsingaskyldu hans til forsætisnefndar og formanna þingflokka Alþingis? Ef ekki, hvernig þarf þeirri upplýsingagjöf að vera háttað til að vera fullnægjandi þegar fulltrúum erlendra ríkja er boðið í umboði Alþingis? Óskað er eftir afrit af dagskrár funda, dagskrárskjölum og þeim liðum fundargerða funda forsætisnefndar og funda forseta Alþingis með þingflokksformönnum sem varpað getur ljósi í málið.4. Með hve miklum fyrirvara er venjan að Alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af?Greinargerð.Fyrirspurnin er sett fram til að varpa ljósi á það ákvarðanaferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið að vera með ávarp á hátíðisfundi Alþingis á Þingvöllum 18. Júlí 2018 í tilefni af 100 fullveldi Íslands.Spurning í 1. lið snýr að því hver í raun ræður því hverjir koma til Íslands í boði Alþingis.Spurningin í 2. lið er til þess fallin að upplýsa að fullu um það ákvörðunarferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið af forseta Alþingis að vera með ávarpa á hátíðarfundinum á Þingvöllum.Spurningar í 3. lið varða tímanlega og fullnægjandi upplýsingagjöf til forsætisnefndar og þingflokka Alþingis um ákvarðanir forseta Alþingis að bjóða Pia Kjærsgaard sem fulltrúa erlends ríkisins á þingfund Alþingis.Spurningar í 4. lið eru til þess fallnar að fá upplýst fyrir hvaða tíma þingflokkar á Alþingi hefðu þurft að vera formlega upplýstir um heimboð forseta danska þingsins til að koma á framfæri við forseta Alþingis mótmælum sem hefðu geta leitt til þess að hann afturkallaði heimboðið nógu tímanlega til að hægt væri að gera það með sóma.Skriflegt svar óskast. Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. Fyrirspurnin er í fjórum liðum en spurningarnar snúa allar að því ferli ákvarðanatökunnar að fá Piu, forseta danska þjóðþingsins, til þess að ávarpa hátíðarsamkomuna. Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Þá leikur Jóni Þóri hugur á að vita hvenær Piu var formlega boðið. „Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað?“ spyr Jón Þór sem biður jafnframt um afrit af öllum samskiptum á milli Alþingis, forseta Alþingis og Skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem geti varpað ljósi á ferlið. Jón Þór vill þá fá að vita hvenær og með hvaða hætti fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis hefðu verið upplýstir um að til stæði að Pia héldi ræðu á hátíðarþingfundinum. Að endingu spyr Jón Þór: „Með hve miklum fyrirvara er venjan að alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í fréttatilkynningu að hann harmaði það hvernig heimsókn Piu hefði verið notuð til þess að varpa skugga á hátíðarhöldin.Vísir/ValliFyrirspurnina er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni: Fyrirspurn til forseta Alþingis um ávarp Pia Kjærsgaard á hátíðarþingfundi 18. júlí 2018. Frá Jóni Þór Ólafssyni.1. Hver ber ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis?2. Hvenær var forseta danska þingsins formlega boðið að vera með ávarp á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí? Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað? Óskað er afrits af öllum samskiptum milli Alþingis, forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem varpað geta ljósi á þá ákvörðun, undirbúning hennar og framkvæmd.3. Hvenær og með hvaða hætti voru fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis upplýstir um að annars vega stæði til að bjóða Pia Kjærsgaard sem forseta danska þingsins á hátíðarfundinn og hins vegar þegar henni hafði verið boðið? Leit forseti Alþingis svo á að birting tilkynningar á vef Alþingis 20. apríl síðastliðin fullnægði upplýsingaskyldu hans til forsætisnefndar og formanna þingflokka Alþingis? Ef ekki, hvernig þarf þeirri upplýsingagjöf að vera háttað til að vera fullnægjandi þegar fulltrúum erlendra ríkja er boðið í umboði Alþingis? Óskað er eftir afrit af dagskrár funda, dagskrárskjölum og þeim liðum fundargerða funda forsætisnefndar og funda forseta Alþingis með þingflokksformönnum sem varpað getur ljósi í málið.4. Með hve miklum fyrirvara er venjan að Alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af?Greinargerð.Fyrirspurnin er sett fram til að varpa ljósi á það ákvarðanaferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið að vera með ávarp á hátíðisfundi Alþingis á Þingvöllum 18. Júlí 2018 í tilefni af 100 fullveldi Íslands.Spurning í 1. lið snýr að því hver í raun ræður því hverjir koma til Íslands í boði Alþingis.Spurningin í 2. lið er til þess fallin að upplýsa að fullu um það ákvörðunarferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið af forseta Alþingis að vera með ávarpa á hátíðarfundinum á Þingvöllum.Spurningar í 3. lið varða tímanlega og fullnægjandi upplýsingagjöf til forsætisnefndar og þingflokka Alþingis um ákvarðanir forseta Alþingis að bjóða Pia Kjærsgaard sem fulltrúa erlends ríkisins á þingfund Alþingis.Spurningar í 4. lið eru til þess fallnar að fá upplýst fyrir hvaða tíma þingflokkar á Alþingi hefðu þurft að vera formlega upplýstir um heimboð forseta danska þingsins til að koma á framfæri við forseta Alþingis mótmælum sem hefðu geta leitt til þess að hann afturkallaði heimboðið nógu tímanlega til að hægt væri að gera það með sóma.Skriflegt svar óskast.
Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu