Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:30 Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira