Nýtt flugvallarhótel hefur ekki áhrif á stækkun flugvallarsvæðisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2018 19:30 Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18