Sjötíu ár frá fyrsta sigri landsliðsins í knattspyrnu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Frá æfingu Austur-Þýslands á Melavellinum árið 1961 sem var lengi vel þjóðarleikvangur Íslands. LJÓSMYNDASAFNREYKJAVÍKUR Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira