Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 17:30 Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn í úrvalslið Domino's-deildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs. Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira