Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 17:30 Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn í úrvalslið Domino's-deildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins