Þurrkur á fjármagnsmarkaði Agnar Tómas Möller skrifar 4. júlí 2018 07:00 Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun