Að hella eitri í sjó Jón Helgi Björnsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar