Lífgjafar sveitanna Magnús Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun