Lífgjafar sveitanna Magnús Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun