Búnir að vera erfiðir mánuðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum Vísir/Getty Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira