Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2018 07:00 Rúmlega 1500 töflur af morfínlyfiðinu MST sem fundust í farangri og tollverðir lögðu hald á. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00