Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 15:04 Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Vísir/getty Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00