Trump-stjórnin þaggaði niður rannsókn á krabbameinsvaldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Verkefni Umhverfisstofnunarinnar á að vera að vernda heilsu og umhverfi í Bandaríkjunum. Undir Trump hefur forysta stofnunarinnar hugsað meira um hagsmuni fyrirtækja. Vísir/Getty Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19