Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 19:11 Veðurfar og afbókarnir hafa bitnað á félaginu. Fréttablaðið/Pjetur Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira