Fimm mánaða gamalt ungabarn lifði af níu klukkustundir einsamalt inni í skóg í Montana, Bandaríkjunum. Barnið lá undir hrúgu af mold og trjágreinum í blautum skítugum fötum í níu gráðu hita þegar það fannst aðfaranótt sunnudags.
Lögregla Missoulaborgar í Montana ríki var kölluð til vegna manns sem sem gekk um náttúrulaugasvæði í nágrenni skógarins og hótaði fólki.
Þegar lögregla handtók manninn gaf hann það í skyn að það væri ungabarn einhverstaðar einsamalt inni í skóginum.
Lögregla setti snögglega saman leitarhóp og fannst barnið síðan sex klukkustundum síðar inni í skóginum, með smávægileg meiðsli, en þó heilt á húfi.
Ekki er vitað hvernig barnið endaði eitt inni í skóginum.
Samband handtekna mannsins við barnið er enn óljóst.
Fréttastofa AP greinir frá þessu.
Ungabarn lifði af eitt í skógi í níu klukkutíma
Bergþór Másson skrifar

Mest lesið

Verkföll hafin í sex skólum
Innlent




Heiða Björg verður borgarstjóri
Innlent




Banaslys á Þingvallavegi
Innlent

Kennaraverkföll skella á
Innlent