Gleðin við að bana fiðrildi Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:15 Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun