Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Benedikt Bóas skrifar 30. júní 2018 07:00 Mjaldrar eru gríðarlega vinsælir í Japan en dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir frelsun þeirra. Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira