Eiður Smári spáir í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira