Samferðamenn Jónasar minnast félaga síns: „Mesti blaðamaður sem ég vann með“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 18:43 Jónas var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Mynd/Fréttablaðið Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi. Andlát Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi.
Andlát Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira