Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar